Staðir

Sandur (2)

Svörtu sandarnir

Í Hornafirði er gríðalega fallegt landslag með kröftugum fjöllum. Krafturinn frá nátturunni fyllir vit okkar og þessi kraftur verður vart meiri en undir fjöllum eins og Klifatindi eða Vestrahorni á aðra höndina og sjóinn berja á sandinum á hinni.

Bergárfoss (2)

Ár og Fossar

Lífið er eins og á sem steymir fram. Því ekki að eiga eina af sínum minnisstæðustu stundu við árbakka og heyra niðinn í vatninu um leið og játa sínum heittelskaða/heitelskuðu verður vart fallegra.

Margir fallegir fossar eru að finna í Ríki Vatnajökuls og næsta nágrenni. Svartifoss er meðal annars í Skaftafelli og Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur. Aðrir fossar eru í boði þar sem hægt er að láta gefa sig saman við eða jafnvel bakvið viðkomandi foss í stórkostlegu umhverfi.

Jökulsárlón (5)

Jökulsárlón / Fjallsárlón

Þessa staði þarf ekki að kynna. Jökulsárlónið hefur verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins í fjölda mörg ár. Fjallárlónið er þar til gerður nýlegur ferðamannastaður en afskaplega fallegur í einstöku umhverfi. Auðvelt aðgengi er að lónunum og hjónavígslur nokkuð algengar.