http://joklakirkja.is/wp-content/uploads/2017/05/cropped-LogoSample_ByTailorBrands.jpg

Um Jöklakirkju

Heimasíðan Jöklakirkja.is er í eigu hjónanna sr. Gunnars Stígs og Fríðar Hildu. Eru þau búsett á Hornafirði ásamt börnum sínum tveimur. Starfssvæði sr. Stígs er aðallega á því svæði, þ.e.a.s. frá Skaftafelli austur í Lónssveit. Á þessu svæði, sem hefur verið kallað Ríki Vatnajökuls, er að finna sjö kirkjur og ógrynni af fallegum stöðum sem eru tilvaldir til athafna. Sr. Stígur er borinn og barnfæddur Hornfirðingur og þekkir því Suðaustur hornið afskaplega vel. Sr. Stígur hefur verið prestur síðan árið 2012 og hefur framkvæmt fjölda athafna við fjölbreyttar aðstæður þó ungur sé (a.m.k. í anda) en hann er fæddur árið 1981.

Sr. Stígur og Fríður vita vel hve erfitt er og flókið það getur verið að skipuleggja brúðkaup og aðrar athafnir og því vilja þau gera það sem þau geta til að aðstoða við dagurinn verði sem eftirminnlegastur fyrir alla aðila. Þau geta leiðbeint með val á stöðum til athafna, gistingu í Ríki Vatnajökuls, jöklaferðum ásamt mörgu öðru sem eftir er leitað.

Aðal starfssvæðið er á Suðausturhorninu en sr. Stígur er alltaf tilbúin að skoða allar óskir sem berast. Endilega hafið því samband.

Þjónusta

Athafnir á borð við brúðkaup, endurnýjun hjúskaparheita eða skírn er stór þáttur í lífi hvers einstaklings og fjölskyldu hans. Val á presti, staðsetningu og öðru sem tengist kirkjulegum athöfnum getur verið flókin samsetning. Við erum því til í að rétta fram hjálparhönd og aðstoða við skipulagningu á athöfninni. Við önnumst ekki alhliða skipulagningu og bendum þess í stað á aðra aðila þegar þess er þurfi.

Helsta þjónustusvæði Jöklakirkju er Ríki Vatnajökuls sem nær frá Skeiðarársandi austur í Lónssveit. Það er þó ekkert sem bannar að hafa samband og biðja um aðra staðsetningu fyrir athafnir. Í Ríki Vantajökuls er að finna sjö kirkjur, af öllum stærðum, hverri annarri fallegri og með sína sérstöðu.

Einnig er að finna ógrynni af fallegum stöðum á svæði sem hefur oft verið lýst sem ein fallegasta lenda á Íslandi. Í Ríki Vatnajökuls er m.a. að finna staði eins og Skaftafell, Jökulsárlón, Fellsárlón, Ingólfshöfða og Lónssveit. Sr. Stígur sem sér allajafna um athafnirnar er borinn og barnfæddur Hornfirðingur og gæti hann því aðstoðað við val á stað fyrir ykkar athöfn, út frá ykkar þörfum.

Tillögur að staðsetningum fyrir athafnir

Við getum einnig aðstoðað við leit að gististað sem og flutning á staðinn sé þess óskað. Hér getur verið átt við athöfn uppi eða við jökul eða í íshelli. Við getum einnig bent á veislusali og góðar veitingaþjónustur en veitingarstaðir á Höfn eru rómaðir fyrir dýrindis veitingar.

Hafið samband og við munum reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta óskir ykkar rætast.

Horn (4)

Kirkjur

Í Ríki Vantajökuls er að finna sjö kirkjur, af öllum stærðum,  hverri annarri fallegri og með sína sérstöðu. Smellið hér til að sjá myndir og upplýsingar um hverja og eina kirkju

Staðir

Það er ógrynni af fallegum stöðum á svæði sem hefur oft verið lýst sem ein fallegasta lenda á Íslandi. Í Ríki Vatnajökuls er m.a. að finna staði eins og Skaftafell, Jökulsárlón, Fellsárlón, Ingólfshöfða og Lónssveit. Smellið hér til að sjá hugmyndir af stöðum í Ríki Vatnajökuls