Kirkjur

Hafnarkirkja

Hafnarkirkja

Hafnarkirkja var vígð 28. júlí 1966 og stendur í miðju þorpinu. Arkitekt kirkjunnar er Ragnar Emils. Kirkjuskipið rúmar um 200 manns í sæti.

Meira....

bjarnaneskirkja

Bjarnaneskirkja

Bjarnaneskirkja er og hefur verið óvenjuleg og umdeild. Kirkjan var vígð árið 1976 og teiknuð af arkitektinum Hannesi Kr. Davíðssyni.

Meira...

Stafafellskirkja

Stafafellskirkja

Ekki löngu eftir kristnitökuna árið 1000 mun kirkja hafa verið sett á Stafafelli. Kirkjan var helguð Maríu mey og því kölluð Maríukirkja. Það var ekki fyrr en þann 24. ágúst 1201 sem fyrstu heimildir um kirkjunar koma fram, en þá söng Guðmundur góði biskup sálumessu þar en frá þessu er getið í Sturlungu.

Meira...

Hoffellskirkja

Hoffellskirkja

Mjög líklega hefur staðið hof á þeim stað sem kirkjan er nú eða í nágrenni við hana ef aðeins er horft til nafn staðarins, Hoffell. Á 8. áratug síðustu aldar var kirkjan endurnýjuð að mestu og var vígsludagur hennar ágúst 1981.

Meira...

Brunnholskirkja

Brunnhólskirkja

Í margar aldir hefur kirkja verið á Mýrum en þó á mismunandi stöðum. Staðurinn þar sem Brunnhólskirkja stendur nú var gerður að kirkjustað árið 1894 þegar kirkjan var reist þar. Árið 1951 leit Brunnhólskirkja dagsins ljós eins og við þekkjum hana í dag.

Meira...

Kalfafells.kirkja

Kálfafellsstaðarkirkja

Árið 1926 var ákveðið að reisa nýja kirkju að Kálfafellsstað. Nýr staður var fundinn fyrir kirkjuna á landi Kálfafellsstaðar en gamla kirkjan hafði staðið í miðjum kirkjugarðinum. Guðjón Samúelsson húsasmíðameistari ríkisins var fenginn til að teikna kirkjuna.

Meira....

WP_20141212_15_26_19_Pro

Hofskirkja

Ekki er vitað með fullri vissu hvenær fyrsta kirkjan reis á Hofi en talið er að það hafi verið fljótlega eftir lögleiðingu kristinnar trúar. Hofskirkja sem nú stendur var byggð árið 1883 og er torfkirkja og er önnur tveggja sóknarkirkna í landinu sem er torfkirkja.

Meira....